UM OKKUR
Fjölskyldufyrirtækið Meba
Meba ehf. úra- og skartgripaverslun var starfrækt frá stofndegi 4.júlí 1947 undir nafni stofnandans Magnúsar E. Baldvinssonar.
Fyrst var verslunin til húsa við Laugaveg 82 og síðar að Laugavegi 12 og 8. Einnig var útibú í nokkur ár staðsett í Keflavík. Við flutning í Kringluna 13.ágúst 1987 breyttist nafnið í Meba ehf. og tóku þá Björn Árni Ágústsson og Þuríður Magnúsdóttir, dóttir Magnúsar, við rekstrinum. Opnuðu þau síðan aðra verslun í Kringlunni undir nafninu rhodium og Meba/rhodium í Smáralind. Úra-og gullsmíðaverkstæði ásamt áletrunarþjónustu er í Kringlunni.
Við leggjum mikla áherslu á að hafa mikið og vandað úrval af úrum, skartgripum og gjafavörum. Með því teljum við að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Þú finnur verslanir okkar í:
Kringlunni á 1.hæð.
Smáralind á 2.hæð.
Allar ábendingar eru vel þegnar á unnur@meba.is